Ástarsameindir

2016, SÍM salnum við Hafnarstræti - samsýning.
Halla Birgisdóttir, Katrín Eyjólfsdóttir, Ragnheiður Maísól Sturludóttir, Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Una Björg Magnúsdóttir.
Sýningarstjórar: Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og Steinunn Lilja Emilsdóttir.

Ljósmyndir: Art Bicknic

Sýningin Ástarsameindir var fyrsta sýning IYFAC.
Á sýningunni tókust listakonurnar á við stærsta viðfangsefnið, ástina sjálfa.

Texti úr sýningarskrá eftir Steinunni Lilju Emilsdóttur, annan sýningarstjóra Ástarsameinda:

„Ástin er þrípunktur

Við upphaf alls, í sjálfum Miklahvelli, þeyttist efni út í alheiminn. Allt sem er til í dag er gert úr þessu efni. Varð ástin líka til á þessu augnabliki? Eða fæddist ástin þegar fyrsta lífræna fruman fór að finna fyrir einsemd og ákvað að skipta sér í aðra frumu?

Eitthvað fannst henni þetta notalegt því hún hélt áfram að skipta sér og hinar frumurnar líka og áfram héldu þær að breiða úr sér og þróast og leita á ný mið þangað til allt í einu voru til hlutir eins og randaflugur og Ritzkex.“