IYFAC
 

HVÍT SÓL - BÓKVERK

Bókverkið Hvít sól er myndræn frásögn um samnefndar sýningar hópsins. Myndlistarverkið Hvít sól er hugleiðing um samband mannanna við sólina. Á árunum 2017 - 2020 var verkið m.a. sýnt sem innsetning í Skaftfelli á Seyðisfirði, á listahátíðinni The Factory á Djúpavík og sem gjörningur á Plan B festival í Borgarnesi. Bókverkið dregur saman vinnuferli verksins sem og sýningarnar sjálfar.

Höfundar verksins eru: Halla Birgisdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Ragnheiður Maísól Sturludóttir og Sigrún Hlín Sigurðardóttir. Höfundur texta í bókverkinu er Steinunn Lilja Emilsdóttir.

Útgáfan er styrkt af Myndlistarsjóði

Hvít sól er gefin út í takmörkuðu upplagi og kostar 3000 kr.